Veður

Lægð við austur­strönd en allt að 18 stig norðaustantil

Lovísa Arnardóttir skrifar
Norðaustantil verður bjart með köflum og stöku skúrir. Þar getur náð 18 stigum þegar best lætur.
Norðaustantil verður bjart með köflum og stöku skúrir. Þar getur náð 18 stigum þegar best lætur. Vísir/Vilhelm

Lægð er nú stödd við austurströnd landsins og þokast norður á bóginn. Þá snýst smám saman í suðvestangolu og dregur úr úrkomu. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að skýjað verði í dag og víða dálítil væta af og til, milt veður. 

Norðaustantil verður bjart með köflum og stöku skúrir. Þar getur náð 18 stigum þegar best lætur samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Þá nálgast lægð landið á morgun, með austan- og suðaustankalda og fer að rigna í flestum landshlutum, en yfirleitt úrkomuminna fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á vef Vegagerðarinnar sést að greiðfært er um nærri allt land en best er að fylgjast með vef Vegagerðarinnar um framkvæmdir og færð vega. Um veður er hægt að fá nánari upplýsingar á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast syðst. Víða rigning eða skúrir, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning með köflum, en skúrir norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag:

Norðan og norðvestan 5-10 og dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 7 til 17 stig, mildast syðst.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:

Norðlæg átt og dálítil rigning eða súld af og til. Bjart með köflum sunnanlands, en líkur á skúrum. Kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×