„Bubka er djöfullinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:01 Sergey Bubka vann á sínum tíma tíu heimsmeistaratitla í stangarstökki, sex fyrir Sovétríkin og fjóra fyrir Úkraínu. Getty/Fernando de Dios Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira