Erlent

Maður á­kærður fyrir stunguárás á ellefu ára stúlku í Lundúnum í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Árásin átti sér stað fyrir fram TWG Tea shop.
Árásin átti sér stað fyrir fram TWG Tea shop. Getty/Leon Neal

Ioan Pintaru, 32 ára, hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið ellefu ára gamla stúlku á Leicester-torgi í Lundúnum í gær. Þá er hann einnig ákærður fyrir að gera á sér eggvopn.

Árásin átti sér stað um hádegisbil í gær, nálægt verslunum Lego og M&M. 

Í fyrstu var talið að móðir stúlkunnar hefði einnig verið stungin en að sögn lögreglu reyndist hún hafa fengið blóð dóttur sinnar á sig. Áverkar stúlkunnar voru alvarlegir en ekki lífshættulegir.

Samkvæmt lögreglu virðist ekki um hryðjuverk að ræða og þá er ekkert sem bendir til þess að maðurinn hafi þekkt mæðgurnar. 

Lögregla hefur lofað starfsmenn verslana á svæðinu, sem gripu inn í.

„Þeir settu sjálfa sig í hættu og sýndu með því bestu hliðar Lundúna,“ hefur Guardian eftir yfirlögregluþjóninum Christinu Jessah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×