„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 11:30 Nenad Sostaric er hundfúll yfir fyrirkomulaginu á EM U18-landsliða karla. EPA/Zsolt Czegledi „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22. Handbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Það sem angrar Sostaric sérstaklega er að Króatar skyldu enda riðlakeppnina með mun betri markatölu en Ungverjar, sem samt komust áfram í átta liða úrslitin á kostnað Króata. „Það ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi og hann ætti aldrei að koma nálægt handbolta aftur!“ sagði æstur Sostaric við vefmiðilinn Balkan Handball. Á Evrópumótinu er spilað í sex fjögurra liða riðlum, og komast sigurliðin sex áfram í átta liða úrslit. Ísland var þar á meðal. Tvö lið með bestan árangur í 2. sæti bættust svo við átta liða úrslitin, en þó þannig að aðeins eitt 2. sætis lið úr riðlum A-C gat komist áfram, og eitt lið úr riðlum D-F. Króatar enduðu í 2. sæti í A-riðli með +13 í markatölu en Norðmenn í 2. sæti í C-riðli með +18 og komust áfram. Ungverjar enduðu svo með +3 í markatölu í D-riðli og komust áfram, þrátt fyrir að árangur þeirra væri í raun 10 mörkum verri en hjá Króötum. „Er þetta bara eðlilegt?“ Hinn 65 ára gamli Sostaric, sem meðal annars stýrði kvennalandsliði Króata til bronsverðlauna á EM 2020, hefur marga fjöruna sopið í handbolta en kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Það að þú getir dottið út með því að tapa fyrsta leik með eins marks mun er bara dónaskapur, og sérstaklega sú útskýring að úrslitin skipti ekki máli heldur þróun leikmanna. Bíðum við, er þetta ekki lokakeppni EM? Hvernig má það vera að úrslitin skipti ekki máli?“ spurði Sostaric og bætti við: „Við endum með +13 í markatölu en komumst ekki áfram, en Ungverjar fara áfram með +3 því þeir voru í öðrum hluta riðlakeppninnar. Er þetta bara eðlilegt? Ég tek hatt minn ofan fyrir strákunum sen unnu Slóveníu og spiluðu með hjartanu. Við vorum í sterkasta riðlinum. Hin liðin gátu náð markamun með því að spila við Tékkland og Úkraínu, svo ég tali nú ekki um riðilinn sem Svartfjallaland var í. En svona dróst þetta. Sýnið íþróttinni virðingu. Þetta fyrirkomulag er vanvirðing við leikmenn og íþróttina,“ sagði Sostaric og fullyrti að liðin í átta liða úrslitum væru alls ekki þau átta bestu á mótinu. Ísland í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Svíum Keppni átta bestu liðanna er hafin og spila þau í tveimur fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Ísland vann frábæran sigur á Svíum í gær, 34-29, þar sem HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði 12 mörk. Íslendingar mæta svo afar sterku liði Spánverja í dag og loks Noregi á fimmtudag, áður en í ljós kemur hvaða lið komast í undanúrslit. Króatar spila hins vegar um sæti 9-16 og unnu Austurríki í fyrsta leik í gær, 30-22.
Handbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira