Gústi B leitar sér að vinnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 12:41 Gústi B lítur björtum augum til framtíðar. Vísir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957. „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira