Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2024 13:11 Niðurstöður frá árinu 2012 sýndu fram á mikinn mun á grunnskólum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu. PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu.
PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur Sjá meira