Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2024 13:11 Niðurstöður frá árinu 2012 sýndu fram á mikinn mun á grunnskólum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu. PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu.
PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira