Íslenski boltinn

Dusan farinn frá FH til Leiknis

Sindri Sverrisson skrifar
Dusan Brkovic með sínum nýju þjálfurum hjá Leikni; Ólafi Hrannari Kristjánssyni og Nemanja Pjevic.
Dusan Brkovic með sínum nýju þjálfurum hjá Leikni; Ólafi Hrannari Kristjánssyni og Nemanja Pjevic. Leiknir

Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH.

Dusan er Serbi sem spilað hefur á Íslandi frá árinu 2021 en hann lék stórt hlutverk hjá KA áður en hann skipti yfir til FH síðasta vetur.

Dusan hefur hins vegar aðeins spilað sjö leiki í Bestu deildinni í sumar, þar af fimm í byrjunarliði, og mun nú klára tímabilð í fallbaráttu með Leikni í Lengjudeildinni. Síðasti leikur hans með FH var í gærkvöld í 1-0 tapinu gegn KR í Frostaskjóli.

Fleiri félagaskiptafréttir gætu borist úr Breiðholti í dag, á lokadegi félagaskiptagluggans, eins og aðstoðarþjálfarinn Nemanja Pjevic segir í hressandi myndbandi sem minnir á gluggadagsmeistarann Harry Redknapp.

Ljóst er í það minnsta að Omar Sowe er eftirsóttur en hann hefur skorað tíu mörk fyrir Leiknismenn í Lengjudeildinni í sumar.

Næsti leikur Leiknis er við Keflavík annað kvöld en liðið er í harðri fallbaráttu, aðeins þremur stigum fyrir ofan neðstu tvö lið Lengjudeildarinnar; Dalvík/Reyni og Gróttu.


Tengdar fréttir

Glugginn lokast í dag: KR berst fyrir Præst

Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgist með því helsta sem gerist á lokadegi gluggans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×