Íslenski boltinn

Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður ekki á hliðarlínunni í næstu þremur deildarleikjum Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður ekki á hliðarlínunni í næstu þremur deildarleikjum Víkinga. vísir/Diego

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Arnar fær bannið eftir rauða spjaldið og hegðun sína á hliðarlínunni í síðasta deildarleik Víkinga, gegn Vestra um helgina.

Arnar grýtti þar meðal annars möppu í grasið fyrir framan fjórða dómara leiksins og lét öllum illum látum, áður en honum var vísað af velli, en hann var reiður eftir jöfnunarmark Vestra og taldi brotið á einum leikmanna sinna í aðdragandanum.

Þetta var annað rauða spjaldið sem Arnar fær í sumar og alls sjötta rauða spjaldið sem hann fær sem aðalþjálfari Víkings, á fjögurra ára tímabili.

Næsti leikur Víkings er hinn mikilvægi seinni leikur við Flora Tallinn í Eistlandi, í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn, sem sýndur verður á Stöð 2 Sport.

Arnar stýrir Víkingum þar en verður svo í banni í leikjum við ÍA, KR og Val.


Tengdar fréttir

Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×