Erlent

Hand­töku­skipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lekarnir úr leiðslunum uppgötvuðust þann 26. september 2022.
Lekarnir úr leiðslunum uppgötvuðust þann 26. september 2022. Getty

Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma.

Þýskir miðlar segja að rannsakendur málsins telji að maðurinn, sem bjó í Póllandi síðast þegar sást til hans, hafi verið einn af köfurunum sem settu sprengjuhleðsur á gasleiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalands í Eystrasaltinu og voru sprengdar í loft upp í septembermánuði 2022. 

Þýsk yfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið en stórir fjölmiðlar í Þýskalandi fjalla um málið í dag og vísa í ónafngreinda heimildamenn. 

Pólski saksóknarinn hefur heldur ekki viljað tjá sig um hvort mannsins sé leitað þar í landi. 

Í blaðinu Spiegel í morgun er því raunar haldið fram að yfirvöld telji víst að maðurinn sé ekki lengur í Póllandi. 

Tvennt til viðbótar, maður og kona sem einnig eru frá Úkraínu og eru einnig með kennararéttindi í köfun, hafa einnig verið rannsökuð vegna málsins en handtökuskipanir á hendur þeim hafa þó ekki verið gefnar út að svo stöddu. 

Enn er á huldu hver skipulagði og fjármagnaði skemmdarverkin og hafa Rússar og Vesturlönd kennt hvor öðrum um að hafa staðið þar að baki.


Tengdar fréttir

Viss­u af á­ætl­un Úkra­ín­u­mann­a um árás á Nord Stre­am

Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×