SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 10:29 Fjölskyldur mótmælenda sem voru handteknir eftir kosningarnar í Venesúela komu saman í Caracas í síðustu viku. SÞ segja að þeir handteknu fái ekki að velja sér lögmann eða hafa samband við fjölskyldu. Í sumum tilfellum væri rétt að tala um að mótmælendur hafi verið látnir hverfa. AP/Matías Delacroix Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent