Innlent

Vindorka í Dölunum og iðrakveisa á Rjúpnavöllum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður fjallað um áform um vindorkugarð í Dölunum en fjölmennur fundur um málið var haldinn í Búðardal í gærkvöldi. 

Skiptar skoðanir eru um málið í sveitinni og sitt sýnist hverjum en verkefnið er upp á um 40 milljarða. 

Einnig fjöllum við um iðrasýkingu sem komið hefur upp á Rangárvöllum en þar hafa tugir veikst og nokkrir þurft að leggjast inn. Grunur er um að e.coli mengun í drykkjavatni sé sökudólgurinn.

Að lokum verður rætt við kvikmyndaleikstjórann Rúnar Rúnarsson sem segist orðlaus yfir viðtökunum sem nýjasta mynd hans hefur fengið, en hún er nú komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Í íþróttunum verður svo fjallað um furðulegt mál í fótboltanum þar sem fresta þurfti leik í Kópavogi vegna aðstæðna. Nú er ljóst að leikurinn mun fara fram eftir allt saman.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 14. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×