Handbolti

Tekur fimm­tánda tíma­bilið með FH

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson ásamt Sigursteini Arndal, þjálfara FH, eftir að liðið varð Íslandsmeistari síðasta vor.
Ásbjörn Friðriksson ásamt Sigursteini Arndal, þjálfara FH, eftir að liðið varð Íslandsmeistari síðasta vor. vísir/diego

Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið.

Ásbjörn, sem er 36 ára, hefur leikið með FH sleitulaust síðan 2008, ef frá er talið tímabilið 2011-12 er hann spilaði með Alingsås í Svíþjóð.

FH-ingar urðu Íslands- og deildarmeistarar á síðasta tímabili og Ásbjörn reyndist þeim gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum. Hann varð einnig Íslandsmeistari með FH 2011 og bikarmeistari 2019.

Auk þess að spila með FH hefur Ásbjörn verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár. Hann er sjötti leikjahæsti leikmaður í sögu FH með 465 leiki.

Jafnframt því að spila í deild og bikar hér heima keppir FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×