Fótbolti

Pochettino sagður hafa sam­þykkt að taka við banda­ríska lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mauricio Pochettino er happafengur fyrir bandaríska landsliðið og með mikla reynslu af því að stýra liðum í bestu deildunum.
Mauricio Pochettino er happafengur fyrir bandaríska landsliðið og með mikla reynslu af því að stýra liðum í bestu deildunum. Getty/Henry Browne

Allt lítur út fyrir það að Mauricio Pochettino muni taka við bandaríska karlalandsliðinu í fótbolta.

Bandarískir fjölmiðlar eins og ESPN segjast hafa heimildir fyrir því að Argentínumaðurinn hafi samþykkt að taka við bandaríska landsliðinu.

Hann mun þá stýra liðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu sumarð 2026.

Hinn 52 ára gamli Pochettino var atvinnulaus eftir að Chelsea lét hann óvænt fara eftir síðustu leiktíð. Hann hefur áður stýrt Tottenham og Paris Saint-Germain og flestir eru sammála því að hann sé happafengur fyrir Bandaríkjamenn.

Pochettino tekur við starfi Gregg Berhalter sem var rekinn þegar bandaríska liðið komst ekki upp úr riðlinum sínum í Suðurameríkukeppninni í sumar.

Pochettino þekkir vel til íþróttastjórans Matt Crocker því þeir unnu saman hjá Southampton.

Bandaríska knattspyrnusambandið dreymdi um að ráða Jürgen Klopp og en sá þýski hafði engan áhuga á því.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Pochettino verður væntanlega á móti Kanada í Kansas City 7. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×