Innlent

Fundu ferða­mennina um hálf eitt í nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Umfangsmikil leit fór fram í Kerlingarfjöllum fyrir um viku siðan að ferðamönnum eftir falsboð. Ekki var um slíkt að ræða í gær og fundustu ferðamennirnir heilir á húfi í nótt.
Umfangsmikil leit fór fram í Kerlingarfjöllum fyrir um viku siðan að ferðamönnum eftir falsboð. Ekki var um slíkt að ræða í gær og fundustu ferðamennirnir heilir á húfi í nótt. Mynd/Landsbjörg

Upp úr klukkan hálf eitt í nótt fundu björgunarsveitir göngu mennina sem villtust í þoku á Kerlingafjallasvæðinu í gær. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að annar þeirra hafi verið orðinn nokkuð kaldur. Annars hafi líðan þeirra verið góð. Mennirnir voru eftir það fluttir á hótelið í Ásgarði. 

Um tíu björgunarsveitir fóru af stað í leit í gær eftir að hjálparboð barst frá göngumanni sem fór út af gönguslóða í svartaþoku. Staðsetning fékkst út frá símtali þar sem óskað var eftir aðstoð. Útkall barst Landsbjörg um klukkan 19:30.


Tengdar fréttir

Enn ó­ljóst hvaðan fals­boðið um ferða­mennina kom

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það enn til rannsóknar hjá embættinu hvaðan tilkynningin kom um týndu ferðamennina í Kerlingarfjöllum í síðustu viku. Umfangsmikil leit fór fram að tveimur ferðamönnum en eftir um tveggja daga leit tilkynnti lögregla að um gabb hefði verið að ræða og frestaði leitinni.

Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðar­við­bragð landsins

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×