Íslenski boltinn

Pálmi kallaður á skrif­stofuna og Óskar Hrafn tekur við

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason hefur gegnt ýmsum störfum hjá KR síðustu mánuðina.
Pálmi Rafn Pálmason hefur gegnt ýmsum störfum hjá KR síðustu mánuðina. vísir/diego

KR hefur staðfest að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé tekinn við þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta.

Pálmi Rafn Pálmason er kominn á skrifstofuna. Í tilkynningu frá KR segir að aðstöðumál félagsins séu á mjög alvarlegu stigi og því geti það ekki verið án framkvæmdastjóra.

Eins og fram kom í í gær hefur gervigrasi KR í Vesturbænum verið lokað vegna slysahættu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gagnrýndi formaður KR, Þórhildur Garðarsdóttir, vinnubrögð verktaka og viðbraðgsleysi Reykjavíkurborgar.

„Það er ekki hægt að bjóða neinum upp á þetta og þetta er slysahætta. Við eða Reykjavíkurborg erum ábyrgðaraðilar ef eitthvað kemur hérna fyrir og það hafa orðið hérna slys. Það var tekin sú ákvörðun að loka grasinu alveg,“ segir Þórhildur í Sportpakkanum á Stöð 2.

Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR en hann hættir um mánaðarmótin og færir sig yfir til VÍS. Pálmi tekur við starfi Bjarna og Óskar færist úr starfi aðstoðarþjálfara í starf aðalþjálfara. Hann átti upphaflega að taka við KR eftir tímabilið.

Óskar stýrir KR í fyrsta sinn þegar liðið sækir Vestra heim í 19. umferð Bestu deildar karla á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Óskar Hrafn tekur strax við KR

Enn og aftur hafa orðið vendingar á Meistaravöllum því Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×