Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:16 Hér má sjá álftarungann með foreldrum sínum í vor. Vísir/Jóhann Óli Hilmarsson Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“ Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“
Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira