Ed Sheeran eignast hlut í ensku félagi en frábiður sér kvart og kvein Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 22:30 Ed Sheeran er eldheitur stuðningsmaður Ipswich Town. Getty/Joe Giddens Söngvarinn Ed Sheeran er ekki lengur aðeins harður stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Ipswich því hann hefur nú eignast hlut í félaginu. Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Sheeran hefur stutt Ipswich frá barnsaldri og fagnaði því ákaft þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Núna hefur Sheeran fest kaup á 1,4% hlut í Ipswich. Það þýðir þó ekki að hann muni taka sæti í stjórn félagsins og hann frábiður sér allt tuð yfir leikmannakaupum og stefnu félagsins. Hann mun hins vegar eiga sitt hólf á leikvangi félagsins, Portman Road. Sheeran hefur einnig átt aðalauglýsinguna á treyjum Ipswich síðustu ár, eða frá 2021, og hinn svokallaði „þriðji búningur“ Ipswich í ár er bleik treyja hönnuð af söngvaranum. „Það er draumur allra fótboltastuðningsmanna að eignast félagið sem þeir styðja og ég er svo ánægður með þetta tækifæri,“ sagði hinn 33 ára gamli Sheeran sem er alinn upp í Suffolk-héraðinu, þar sem félagið sem hann elskar svo heitt er staðsett. „Ég hef búið í Suffolk síðan ég var þriggja ára gamall og þegar ég ferðast um heiminn, og líður stundum eins og aðkomumanni í stórborgunum, þá láta Suffolk og Ipswich mér alltaf líða eins og ég sé öruggur og hluti af samfélaginu. Það er svo gaman að vera stuðningsmaður Ipswich Town. Gengið er upp og niður en fótboltinn snýst um að geta tekið því góða og því slæma. Ég er ekki að fara að verða hluthafi með kosningarétt eða stjórnarmaður, ég er bara að setja peninga í félagið sem ég elska og þeir að gera vel við mig í staðinn, svo vinsamlegast ekki kvarta í mér varðandi kaup á leikmönnum eða breytingar á taktík,“ sagði Sheeran léttur. Ipswich byrjar leiktíð sína sem nýliði í ensku úrvalsdeildinni á því að mæta Liverpool á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira