„Smækkunar“gler Viðskiptaráðs Erna Bjarnadóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:31 Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. Við lestur greinarinnar er ágætt að sjá að nú kveður við eilítið annan tón en fyrr og í staðinn fyrir að tala um „…allt að 43% lægra matvöruverð án tolla…“ segir að „…verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Gott er að menn sjái að sér í alhæfingunum. En eftir að hafa séð að sér í alhæfingunum fer Ragnar inn á aðrar áður mistroðnar slóðir. Fyrst er til að taka um áhrif afnáms tolla á föt og skó en í því sambandi fullyrðir hann að tollaniðurfellingar skili sér til neytenda. Eins og kunnugt er voru árið 2015 einhliða felldir niður tollar og vörugjöld af öðrum vörum en matvörum. Í fljótheitum má finna frétt um málið á vef DV mánudaginn 9. maí 2016 sem ber yfirskriftina „Afnám tolla skila sér ekki til neytenda“ ( Þar er vitnað í tilkynningu frá ASÍ sama dag þar sem segir að samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi afnám tolla og skóm í upphafi árs átt að skila 13 prósenta verðlækkun til neytenda. Þar af hefði afnám tolla á fötum og skóm átt að skila um 7,8% lækkun þeirra vara í vísitölu neysluverðs. Reyndin hafi verið 4% lækkun sem Verðlagseftirlit ASÍ segir „…það allt of lítið miðað við áætlun þess. Velja neytendur með veskinu? Í framhaldinu gerir Ragnar lítið úr varnaðarorðum fjármálaráðherra um að afnám tolla myndi hafa geigvænleg áhrif á afkomu þeirra sem vinna við landbúnað og greinar honum tengdum og segir að um allan heim greiði neytendur hærra verð fyrir vörur úr nærumhverfi sínu. Fyrr í vikunni sýndi hlustendakönnun síðdegisútvarps Bylgjunnar að verð á matvörum ræður mestu við val neytenda á vörum við innkaup. Enda hvernig ættu neytendur öðruvísi að hagnast á fyrrnefndri meintri 43% lækkun við afnám tolla? Hér verður ekki bæði sleppt og haldið annað hvort nýta neytendur lægra vöruverð vegna afnáms tolla eins og Viðskiptaráð boðar eða ekki. Afnám tolla á grænmeti Sérfræðingur Viðskiptaráðs kemur síðan með söguna af afnámi tolla á tómata, gúrkur og papriku. Rétt er að almennir tollar á þessar vörur voru afnumdir árið 2002. En af hverju kýs Viðskiptaráð að kannast ekki við að samhliða voru teknar upp beingreiðslur til framleiðenda þessara afurða sem áttu að bæta upp tekjutap vegna afnáms tollanna. Við þetta má bæta að einnig voru teknar upp niðurgreiðslur á dreifingakostnaði rafmagns til framleiðenda þessara afurða. Það sem Viðskiptaráð virðist þó alls ekki vita neitt um er að í tengslum við gerð samnings um viðskipti með landbúnaðarvörur við ESB árið 2007, voru almennir tollar á ný lagðir á þessar afurðir. Í tollskrá er því almennur tollur nú 10% en 0% gagnvart mörgum viðskiptabandalögum þar sem svo hefur verið samið um. Ágætt væri að Viðskiptaráð útskýrði betur hvað það á við með því að tollar séu felldir niður? Er það þegar tollar eru lækkaðir eða felldir niður með viðskiptasamningum, eða er það einhliða niðurfelling tolla? ESB er tollabandalag Ragnar heldur því síðan fram að sú sem hér heldur á penna hafi sagt í útvarpsþætti á Bylgjunni sl. mánudag (12.08.24) að „… tollvernd væri víðtækari innan Evrópusambandsins en hér á landi.“ Þetta er auðvitað víðsfjarri sanni. ESB er tollabandalag og innri markaður ESB er allur án tolla. Hins vegar sagði ég að ESB legði tolla á mun fleiri landbúnaðarvörur en Ísland. Þannig eru t.d. lagðir tollar á allar mjólkurafurðir inn til ESB líkt og Íslands. Hins vegar eru sem dæmi aðeins 6,5% kornvöru og samsettra matvara tollfrjálsar inn til ESB meðan sú tala er 22,2% til Íslands samkvæmt samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða viðskiptastofnuninni í Genf. Hér er vitaskuld átt við almenna tolla sem bjóðast öllum aðildarríkjum WTO. Færeyingasaga Viðskiptaráðs Í lokahluta greinar Ragnars kemur svo alveg nýtt útspil þegar lagt er til að við horfum til frænda okkar Færeyinga í þessum málum. Hér tel ég æði ólíku saman að jafna. Fyrst ber að geta þess að matvörumarkaður í Færeyjum er örmarkaður. Færeyingar telja 55 þúsund manns og heimsækja um 100 þúsund ferðamenn eyjurnar ár hvert. Íslendingar eru tæplega tíu sinnum fjölmennari og koma 2,2 milljónir ferðamanna til Íslands ár hvert. Eins og alþekkt er – og Viðskiptaráð veit manna best – þá er vöruúrval einatt meira á stærri markaðssvæðum. Þá er samband Íslands og ESB allt annars eðlis en samband Færeyja og ESB. Færeyjar eru ekki aðilar að EES-samningnum og njóta því ekki fulls aðgangs að innri markaði ESB, líkt og Ísland. Í 19. gr. EES-samningsins er mælt fyrir um viðskipti með landbúnaðarvörur (matvara fellur þar undir) og gert ráð fyrir því að samið sé um frekari fríverslun með landbúnaðarvörur með reglulegu millibili. Af hverju ætti Ísland að fella einhliða niður tolla á t.d. matvöru og hefði því ekkert að bjóða í samningaviðræðum um aukinn markaðsaðgang íslenskra vara inn í ESB. Það kemur á óvart að Viðskiptaráð, sem skv. heimasíðu „vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf“ skulu leggja til slíkan afleik í samskiptum við ESB (eða önnur ríki). Er tollfrelsi á skólatöskum? Grípum að lokum niður annars staðar í pyngju neytenda. Í vikunni heyrði ég af samræðum á vinnustað hér í borginni. Þar voru foreldrar sem um þessar mundir eru að búa börn sín í skóla með kaupum á nauðsynlegum búnaði. Verð á skólatöskum bar þar á góma og bentu einhver þeirra á að kaup á nýjum skólatöskum fyrir þrjú börn gætu slagað hátt í 90.000 kr. Sannarlega fann ég á netinu slíkar töskur sem boðnar eru fyrir um 27.000 kr. stykkið. Hver er álagningin á þessar vörur sem fluttar eru tollfrjálsar inn til landsins? Viðskiptaráð hefur heldur ekki enn svarað því hvers vegna raftæki eru hlutfallslega dýrust hér á landi af 36 löndum í Evrópu þrátt fyrir tollfrelsi og brauð og kornvörur næst dýrust sem sömuleiðis eru án tolla. Svör óskast. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Tengdar fréttir Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01 Leitin að sjálfum sér Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ 12. ágúst 2024 14:00 Samfélagslegt tap af afnámi tolla Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. 9. ágúst 2024 15:00 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þann 15. ágúst sl. birtist grein í skoðanadálki visir.is frá sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, Ragnari Sigurði Kristjánssyni. Greininni var ætlað að svara ýmsu því sem fram kom í viðbrögðum við úttekt ráðsins í nýliðinni viku á áhrifum afnáms tolla á tilteknum landbúnaðarvörum. Við lestur greinarinnar er ágætt að sjá að nú kveður við eilítið annan tón en fyrr og í staðinn fyrir að tala um „…allt að 43% lægra matvöruverð án tolla…“ segir að „…verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir.“ Gott er að menn sjái að sér í alhæfingunum. En eftir að hafa séð að sér í alhæfingunum fer Ragnar inn á aðrar áður mistroðnar slóðir. Fyrst er til að taka um áhrif afnáms tolla á föt og skó en í því sambandi fullyrðir hann að tollaniðurfellingar skili sér til neytenda. Eins og kunnugt er voru árið 2015 einhliða felldir niður tollar og vörugjöld af öðrum vörum en matvörum. Í fljótheitum má finna frétt um málið á vef DV mánudaginn 9. maí 2016 sem ber yfirskriftina „Afnám tolla skila sér ekki til neytenda“ ( Þar er vitnað í tilkynningu frá ASÍ sama dag þar sem segir að samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi afnám tolla og skóm í upphafi árs átt að skila 13 prósenta verðlækkun til neytenda. Þar af hefði afnám tolla á fötum og skóm átt að skila um 7,8% lækkun þeirra vara í vísitölu neysluverðs. Reyndin hafi verið 4% lækkun sem Verðlagseftirlit ASÍ segir „…það allt of lítið miðað við áætlun þess. Velja neytendur með veskinu? Í framhaldinu gerir Ragnar lítið úr varnaðarorðum fjármálaráðherra um að afnám tolla myndi hafa geigvænleg áhrif á afkomu þeirra sem vinna við landbúnað og greinar honum tengdum og segir að um allan heim greiði neytendur hærra verð fyrir vörur úr nærumhverfi sínu. Fyrr í vikunni sýndi hlustendakönnun síðdegisútvarps Bylgjunnar að verð á matvörum ræður mestu við val neytenda á vörum við innkaup. Enda hvernig ættu neytendur öðruvísi að hagnast á fyrrnefndri meintri 43% lækkun við afnám tolla? Hér verður ekki bæði sleppt og haldið annað hvort nýta neytendur lægra vöruverð vegna afnáms tolla eins og Viðskiptaráð boðar eða ekki. Afnám tolla á grænmeti Sérfræðingur Viðskiptaráðs kemur síðan með söguna af afnámi tolla á tómata, gúrkur og papriku. Rétt er að almennir tollar á þessar vörur voru afnumdir árið 2002. En af hverju kýs Viðskiptaráð að kannast ekki við að samhliða voru teknar upp beingreiðslur til framleiðenda þessara afurða sem áttu að bæta upp tekjutap vegna afnáms tollanna. Við þetta má bæta að einnig voru teknar upp niðurgreiðslur á dreifingakostnaði rafmagns til framleiðenda þessara afurða. Það sem Viðskiptaráð virðist þó alls ekki vita neitt um er að í tengslum við gerð samnings um viðskipti með landbúnaðarvörur við ESB árið 2007, voru almennir tollar á ný lagðir á þessar afurðir. Í tollskrá er því almennur tollur nú 10% en 0% gagnvart mörgum viðskiptabandalögum þar sem svo hefur verið samið um. Ágætt væri að Viðskiptaráð útskýrði betur hvað það á við með því að tollar séu felldir niður? Er það þegar tollar eru lækkaðir eða felldir niður með viðskiptasamningum, eða er það einhliða niðurfelling tolla? ESB er tollabandalag Ragnar heldur því síðan fram að sú sem hér heldur á penna hafi sagt í útvarpsþætti á Bylgjunni sl. mánudag (12.08.24) að „… tollvernd væri víðtækari innan Evrópusambandsins en hér á landi.“ Þetta er auðvitað víðsfjarri sanni. ESB er tollabandalag og innri markaður ESB er allur án tolla. Hins vegar sagði ég að ESB legði tolla á mun fleiri landbúnaðarvörur en Ísland. Þannig eru t.d. lagðir tollar á allar mjólkurafurðir inn til ESB líkt og Íslands. Hins vegar eru sem dæmi aðeins 6,5% kornvöru og samsettra matvara tollfrjálsar inn til ESB meðan sú tala er 22,2% til Íslands samkvæmt samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða viðskiptastofnuninni í Genf. Hér er vitaskuld átt við almenna tolla sem bjóðast öllum aðildarríkjum WTO. Færeyingasaga Viðskiptaráðs Í lokahluta greinar Ragnars kemur svo alveg nýtt útspil þegar lagt er til að við horfum til frænda okkar Færeyinga í þessum málum. Hér tel ég æði ólíku saman að jafna. Fyrst ber að geta þess að matvörumarkaður í Færeyjum er örmarkaður. Færeyingar telja 55 þúsund manns og heimsækja um 100 þúsund ferðamenn eyjurnar ár hvert. Íslendingar eru tæplega tíu sinnum fjölmennari og koma 2,2 milljónir ferðamanna til Íslands ár hvert. Eins og alþekkt er – og Viðskiptaráð veit manna best – þá er vöruúrval einatt meira á stærri markaðssvæðum. Þá er samband Íslands og ESB allt annars eðlis en samband Færeyja og ESB. Færeyjar eru ekki aðilar að EES-samningnum og njóta því ekki fulls aðgangs að innri markaði ESB, líkt og Ísland. Í 19. gr. EES-samningsins er mælt fyrir um viðskipti með landbúnaðarvörur (matvara fellur þar undir) og gert ráð fyrir því að samið sé um frekari fríverslun með landbúnaðarvörur með reglulegu millibili. Af hverju ætti Ísland að fella einhliða niður tolla á t.d. matvöru og hefði því ekkert að bjóða í samningaviðræðum um aukinn markaðsaðgang íslenskra vara inn í ESB. Það kemur á óvart að Viðskiptaráð, sem skv. heimasíðu „vinnur að því að efla íslenskt atvinnulíf“ skulu leggja til slíkan afleik í samskiptum við ESB (eða önnur ríki). Er tollfrelsi á skólatöskum? Grípum að lokum niður annars staðar í pyngju neytenda. Í vikunni heyrði ég af samræðum á vinnustað hér í borginni. Þar voru foreldrar sem um þessar mundir eru að búa börn sín í skóla með kaupum á nauðsynlegum búnaði. Verð á skólatöskum bar þar á góma og bentu einhver þeirra á að kaup á nýjum skólatöskum fyrir þrjú börn gætu slagað hátt í 90.000 kr. Sannarlega fann ég á netinu slíkar töskur sem boðnar eru fyrir um 27.000 kr. stykkið. Hver er álagningin á þessar vörur sem fluttar eru tollfrjálsar inn til landsins? Viðskiptaráð hefur heldur ekki enn svarað því hvers vegna raftæki eru hlutfallslega dýrust hér á landi af 36 löndum í Evrópu þrátt fyrir tollfrelsi og brauð og kornvörur næst dýrust sem sömuleiðis eru án tolla. Svör óskast. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Talsmenn tolla gefa engan afslátt Við hjá Viðskiptaráði birtum á dögunum úttekt á áhrifum tolla á matvöruverð. Þar kemur fram að verð á sumum matvörum myndi lækka um allt að 43% ef tollar væru afnumdir. 15. ágúst 2024 06:01
Leitin að sjálfum sér Í liðinni viku birti Viðskiptaráð frá sér úttekt „…á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda“. Í texta fréttar um úttektina á heimasíðu Viðskiptaráðs fylgir síðan eftirfarandi alhæfing. „Á Íslandi eru háir tollar lagðir á innflutt matvæli.“ 12. ágúst 2024 14:00
Samfélagslegt tap af afnámi tolla Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. 9. ágúst 2024 15:00
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar