Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:10 Albert Guðmundsson raðaði inn mörkum fyrir Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Simone Arveda Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. Frá þessu greinir meðal annars einn helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, Fabrizio Romano, sem segir að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu. Það sem helst stóð í vegi fyrir kaupunum var að Genoa vildi reyna að fylla í skarðið fyrir Albert og það virðist vera að takast með kaupum félagsins á Ítalanum Andrea Pinamonti frá Sassuolo. 🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024 Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum var Albert í sumar ákærður fyrir nauðgun en ekki er minnst á það mál í fréttum ítalskra miðla og ljóst að þó að ekki sé komin niðurstaða í það mál þá virðist það ekki koma í veg fyrir að hann fari til Fiorentina. Albert átti frábæra leiktíð í ítölsku A-deildinni síðasta vetur og skoraði fjórtán mörk fyrir Genoa. Hann hefur því vakið athygli stærri félaga og meðal annars verið orðaður við enska félagið Tottenham. Nú er allt útlit fyrir að Albert endi hjá Fiorentina sem hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars einn helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, Fabrizio Romano, sem segir að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu. Það sem helst stóð í vegi fyrir kaupunum var að Genoa vildi reyna að fylla í skarðið fyrir Albert og það virðist vera að takast með kaupum félagsins á Ítalanum Andrea Pinamonti frá Sassuolo. 🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024 Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum var Albert í sumar ákærður fyrir nauðgun en ekki er minnst á það mál í fréttum ítalskra miðla og ljóst að þó að ekki sé komin niðurstaða í það mál þá virðist það ekki koma í veg fyrir að hann fari til Fiorentina. Albert átti frábæra leiktíð í ítölsku A-deildinni síðasta vetur og skoraði fjórtán mörk fyrir Genoa. Hann hefur því vakið athygli stærri félaga og meðal annars verið orðaður við enska félagið Tottenham. Nú er allt útlit fyrir að Albert endi hjá Fiorentina sem hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira