Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun