Ten Hag um kaupin á öllum þessum Ajax mönnum: Ekki bara mín ákvörðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Erik ten Hag með nýju leikmönnunum Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui auk íþróttastjórans Dan Ashworth. Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki beðið félagið sérstaklega um að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður. Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024 Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024
Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira