Enski boltinn

Man. City dottið niður í ellefta sætið yfir mestu eyðsluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City keypti Erling Haaland á góðu verði og hefur einnig verið duglegt að selja leikmenn í gróða. Liðið hefur síðan haldið áfram að vinna hvern titilinn á fætur öðrum.
Manchester City keypti Erling Haaland á góðu verði og hefur einnig verið duglegt að selja leikmenn í gróða. Liðið hefur síðan haldið áfram að vinna hvern titilinn á fætur öðrum. Getty/Charlotte Tattersall

Manchester City eyddi vissulega stórum upphæðum í leikmenn hér á árum áður en undanfarin ár eru ensku meistararnir langt frá því að vera það félag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem hefur eytt mestum pening í leikmenn.

City hefur sýnt mikla fyrirhyggju og skynsemi á markaðnum síðustu ár sem sést vel á tölfræði yfir nettóeyðslu félaganna í deildinni.

Það hefur þó ekki haft áhrif á gengi liðsins enda City búið að vinna enska meistaratitilinn fjögur ár í röð.

Undanfarin fimm ár hefur City eytt samtals 164,67 milljónum punda meira í keypta leikmenn en í leikmenn sem félagið hefur selt frá sér.

Það hjálpar vissulega að geta selt Julián Álvarez fyrir 75 milljónir evra en þessar tölur sýna skynsamlegan rekstur félagsins síðustu misseri svart á hvítu.

Þessi nettóeyðsla skilar City í ellefta sæti en í næstu sætum fyrir ofan eru Nottingham Forest og Crystal Palace.

Chelsea er langefst með 848,75 milljón pund í mínus en næst á eftir koma síðan Manchester Uuited og Arsenal. Tottenham, Newcastle og West Ham fylgja á eftir og Liverpool er síðan í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×