Blikar eru núna með 37 stig í 2. sæti deildarinnar en Valsmenn í því þriðja með 31 stig, níu stigum á eftir Víkingum.
Valur fékk þrjú upplögð færi til að skora snemma leiks en Anton Ari Einarsson var vel á verði í marki Breiðabliks.
Á 37. mínútu komust gestirnir úr Kópavogi svo yfir þegar Damir Muminovic skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar.
Blikar bættu öðru marki við á 67. mínútu. Þar var að verki Ísak Snær Þorvaldsson. Hann hafði betur í baráttu við Orra Sigurð Ómarsson og skoraði framhjá Ögmundi Kristinssyni í marki Valsmanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik fagnaði sigri, 0-2.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.