Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2024 20:05 Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga, sem segir alla velkomna í afmælið í Borgarnesi á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Verslun Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Verslun Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira