Sport

Dag­skráin í dag: KR fer Vestur og Champions­hip deildin heldur á­fram

Smári Jökull Jónsson skrifar
KR-ingar mæta Vestra á Ísafirði í dag.
KR-ingar mæta Vestra á Ísafirði í dag. Vísir/Pawel

Einn leikur fer fram í dag í Bestu deild karla í knattspyrnu og þá verða tveir leikir í ensku Championship deildinni sýndir beint á íþróttarásum Stöðvar 2.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13:50 hefst bein útsending frá Ísafirði þar sem heimamenn í Vestra taka á móti KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðin eru í 9. - 10. sæti deildarinnar en Vestri nær að minnka muninn þeirra á milli niður í eitt stig með sigri.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 10:55 hefst bein útsending frá Motul torfærunni sem fram fer á Akureyri.

Vodafone Sport

Klukkan 11:25 verður leikur WBA og Leeds í Championship deildinni sýndur beint. Leeds gerði jafntefli í fyrstu umferðinni en WBA vann góðan sigur á QPR sínum fyrsta leik.

Klukkan 13:55 er svo komið að leik Sheffield United og QPR í sömu deild og klukkan 18:20 er komið að þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þá verður leikur meistara Bayer Leverkusen og Stuttagert sýndur en liðin enduðu í tveimur efstu sætum þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Við lokum síðan deginum með beinni útsendingu frá leik Cincinnati Reds og Kansas City Royals í bandarísku hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×