„Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:37 Ten Hag ræðir við hetjuna Joshua Zirkzee áður en Hollendingurinn kemur inn á völlinn í kvöld. Vísir/Getty Varamenn Manchester United tryggðu liðinu sigur í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham í kvöld. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var ánægður með byrjunina á deildinni. „Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
„Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“
Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira