Innlent

Sérsveitin að­stoðaði vegna hnífaburðar í Vestur­bæ

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnti verkefnum í Vesturbæ.
Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnti verkefnum í Vesturbæ. vísir/vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf.

Þessu greinir lögreglan sjálf frá í fréttatilkynningu þar sem farið er yfir nokkur lögreglumál síðustu tólf tímana. Þar segir að einn hafi verið handtekinn og gisti í fangageymslu vegna slíks máls.

Þá komu þrjár minniháttar líkamsárásir á borð lögreglu, þar af tvær tengdar skemmtanahaldi. 

Auk þessa segir frá innbroti í bílasölu þar sem maður náði að hafa á brott með ser tvo kassa fulla af bíllyklum. 

„Hann var handtekinn skammt frá staðnum og tókst lögreglu að endurheimta lyklana.“

Loks er greint frá því að við umferðareftirlit lögreglu í Hafnarfirði hafi einn ökumaður verði mældur á 151 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Tveir hafi mælst á 120 kílómetra hraða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×