The Independent greinir frá þessu. Í gær birtust fréttir, meðal annars á slúðurmiðlinum TMZ og Daily Mail þar sem fullyrt var að Dakota og Martin hefðu hætt við trúlofun.
Forsvarsmenn Dakota segja annað. „Fréttaflutingurinn er ekki sannur. Það leikur allt í lyndi,“ hefur Independent eftir þeim.
Samkvæmt frétt Daily Mail í gær á að hafa sést til Dakota án trúlofunarhrings á göngu um Malibu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þá hafi hún ekki enn mætt á nýjasta tónleikaferðalag Chris Martin og hljómsveitar hans Coldplay.
Johnson og Martin byrjuðu fyrst saman árið 2017. Þau hættu saman í stutta stund árið 2019 en byrjuðu aftur saman. Fram kom í umfjöllun TMZ í gær að barnsmóðir Martin, leikkonan Gwyneth Paltrow hafi stutt sambandið. Vel hafi farið á með henni og Johnson og hin síðarnefnda hafi átt í góðu sambandi við börn þeirra, hina tuttugu ára gömlu Apple og hinn átján ára gamla Moses.