Erlent

Rúm­lega 20 slasaðir eftir eld í parísarhjóli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eldurinn kviknaði í gær en enginn var um borð í vögnunum.
Eldurinn kviknaði í gær en enginn var um borð í vögnunum. Aðsend

Minnst 23 slösuðust þegar tveir eldur kviknaði í tveimur vögnum parísarhjóls á tónlistarhátíð í Leipzig í gærkvöldi.

Eldur kviknaði í einum vagninum og læsti sér svo í vagninn við hliðina á. Fjórir hlutu brunasár og einn slasaðist við fall. Guardian greinir frá því að minnst fjórir lögregluþjónar voru einnig fluttir á sjúkrahús til að gá að mögulegri reykeitrun.

Tónlistarhátíðin Highfield festival fer fram þessa dagana við Störmthaler-vatn í nágrenni við saxnesku borgina Leipzig, eða Hlaupsigar.

Vagnar parísarhjólsins kolsvartir eftir logana.AP

Upptök eldsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og gat lögregla ekki veitt nákvæmar upplýsingar um líðan eða ástand hinna slösuðu í morgun. Heildartala slasaðra liggur heldur ekki ljóst fyrir.

Fréttaveitan dpa hefur eftir umsjónarmanni parísarhjólsins að engir hátíðargestir hafi verið um borð í vögnunum þegar eldurinn læsti sér í þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×