„Þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. ágúst 2024 20:15 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego „Mér fannst við vera töluvert betri og sterkari aðilinn í þessum leik þannig að við erum alveg svekktir að fara ekki með sigur héðan,“ sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“ KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“
KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira