Íslenski boltinn

Hafa unnið alla leiki á móti Fram í heilan ára­tug

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar reyna að halda góðu taki sínu á Fram þegar liðin mætast í kvöld.
Blikar reyna að halda góðu taki sínu á Fram þegar liðin mætast í kvöld. Vísir/Diego

Blikar fá Framara í heimsókn í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og þar getur Breiðablik haldið áfram taki sínu á Framliðinu.

Blikar unnu fyrri leik liðanna 4-1 í maí. Það var sjötti sigurleikur Breiðabliks í röð á móti Fram í efstu deild.

Frá því að Breiðablik vann 3-0 sigur á Fram 18. ágúst 2014 þá hefur Kópavogsliðið unnið alla deildarleiki liðanna í heilan áratug.

Framarar náðu síðast stigi á móti Breiðabliki í 1-1 jafntefli í maí 2014 en þeir hafa ekki unnið Blika í efstu deild karla í tæp ellefu ár.

Síðasti sigur Fram á Breiðabliki kom 16. september 2013 þegar Framarar unnu 2-1 sigur í Kópavoginum með mörkum Almars Ormarssonar og Kristins Inga Halldórssonar. Síðasti Framþjálfarinn til að vinna Blika var Ríkharður Daðason.

Leikur Breiðabliks og Fram hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöðvar 2 Sport.

  • Síðustu leikir Breiðabliks og Fram í efstu deild karla:
  • 2024: Breiðablik vann 4-1 í Grafarholti
  • 2023: Breiðablik vann 1-0 í Grafarholti
  • 2023: Breiðablik vann 5-4 í Árbæ (heimaleikir Blika)
  • 2022: Breiðablik vann 2-0 í Grafarholti
  • 2022: Breiðablik vann 4-3 í Kópavogi
  • 2014: Breiðablik vann 3-0 í Kópavogi
  • 2014: 1-1 jafntefli í Laugardalnum
  • 2013: Fram vann 2-1 í Kópavogi
  • 2013: 1-1 jafntefli í Laugardalnum
  • 2012: Fram vann 3-2 í Laugardalnum
  • 2012: Fram vann 2-0 í Kópavogi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×