Sí­ungur Var­dy tryggði ný­liðunum stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jamie Vardy tryggði Refunum stig og benti góðfúslega á að hann, og Leicester, hafa unnið einn meistaratitil en Tottenham engan.
Jamie Vardy tryggði Refunum stig og benti góðfúslega á að hann, og Leicester, hafa unnið einn meistaratitil en Tottenham engan. Catherine Ivill/Getty Images

Nýliðar Leicester City gerðu 1-1 jafntefli við Tottenham Hotspur í síðasta leik 1. umferðar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Gestirnir frá Lundúnum voru mun sterkari aðilinn í upphafi leiks og lágu hreinlega á heimamönnum sem voru með talsvert breytt lið frá því í B-deildinni á síðasta ári. Eftir hálftíma komst Tottenham svo yfir þegar bakvörðurinn Pedro Porro skoraði með góðum skalla eftir sendingu James Maddison.

Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en eftir góða byrjun dró heldur úr ákefð gestanna og heimamenn, með téðan Vardy, í broddi fylkingar fóru að gera sig gildandi. Það var svo á 58. mínútu sem Vardy jafnaði metin með föstum skalla eftir frábæra fyrirgjöf Issahaku Fatawu.

Þrátt fyrir að vera 73 prósent með boltann tókst gestunum ekki að skapa sér nein opin dauðafæri og segja má að 1-1 jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira