Eigi ekki eftir að eyðileggja menntakerfið Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Loftur Árni Björgvinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og áhugamaður um gervigreind. Reykjavíkurborg Gervigreindartól á borð við ChatGPT, Gemini og CoPilot hafa komið eins og stormsveipur inn í íslenskt menntakerfi og vakið upp spurningar um áhrif þeirra á kennslustarfið. Framhaldsskólakennari sem vildi í fyrstu banna notkun þeirra hefur nú tekið þau í sátt. Hann telur nýju tólin komin til að vera og nýtir þau með virkum hætti í kennslunni. Borið hefur á áhyggjum af útbreiðslu slíkra spjallmenna sem hægt er að nýta til að gera skólaverkefni og heilu ritgerðirnar sér að kostnaðarlausu. Afraksturinn getur þó verið ansi misjafn og eitthvað um að kennarar hafi gripið nemendur glóðvolga. „Maður heyrir þessa umræðu á báða bóga og aðeins meira kannski í áttina að því banna þetta eða fjarlægjast þetta sem er alveg skiljanlegt,“ segir Loftur Árni Björgvinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hann líkir þessari breytingu við tilkomu reiknivélarinnar eða tölvunnar á sínum tíma. Mikið nám felist í því að hagnýta þessa nýju tækni og hann sjái ekki ástæðu til að óttast hana eða forðast notkun hennar. „Ég sé persónulega ekkert nema tækifæri held ég og takmarkið mitt núna í vetur er að láta nemendur nota gervigreindina í flestum áföngum hjá mér,“ segir Loftur en hann kennir ensku, nýsköpun, heimspeki og forritun við Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði. Bannaði notkun í fyrstu „Fyrst um sinn þá auðvitað leit maður á þetta einhvern veginn sem eitthvað nýjabrum og var dálítið að banna nemendum að nota þetta. Ef maður þekkir nemendur sína þá sér maður ef verið er að nota óvenjulegt tungutak og orð sem þau hafa aldrei séð áður. Svo er gervigreindin líka með mjög sérstakan talsmáta.“ Síðar hafi Loftur ákveðið að leyfa notkunina en beðið nemendur um greina frá henni með því að vísa í gervigreindarspjalltól líkt og hverja aðra heimild. Þá bað hann nemendur um að sýna hvernig þeir komust að þessari tilteknu niðurstöðu með því að deila samtalinu sem þeir áttu við spjallmennið. Unglingur hljómaði eins og prófessor frá fimmta áratugnum Loftur segir aðra kennara hafa tekið eftir því að nemendur fari stundum ógætilega þegar kemur að notkun gervigreindarinnar. „Nemendur sem voru til dæmis að skrifa texta á íslensku lásu hann ekki einu sinni yfir til að átta sig á því að gervigreindin skrifar íslensku eins og einhvers konar háskólaprófessor frá fimmta áratugnum en ekki eins og nútímaunglingur.“ Íslenskukennari hafi því beðið slíka nemendur um að fara yfir textann sinn og spurt hvort þeir skilji og meðtaki virkilega það sem skilað var inn. Loftur segir að kennarar við skólann hafi í kjölfarið lagt áherslu á að nemendur sem nýti tæknina sjái það sem hluta af lærdómsferli sínu að sannreyna, lagfæra og staðfæra upplýsingarnar. Varasamt að reyna að fletta ofan af notkun gervigreindar Gervigreindarbyltingunni var fljótlega svarað með þróun annars konar tóla sem er ætlað að merkja það ef gervigreind hefur verið notuð til að skrifa eða eiga við texta. Loftur bendir á að þessi tól virki almennt illa og geti ranglega tilkynnt frumsaminn texta heiðarlegra nemenda. Notkun gervigreindartóla jókst hratt meðal nemenda.vísir/vilhelm Hann hefur prófað sig áfram með Turnitin sem er meðal annars notað í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og háskólum. „Ég hef fengið verkefni þar inn sem eru sögð svo og svo mikið [unnin með gervigreind] sem ég horfði á nemendur gera. Ég hef líka fengið verkefni [gerð með gervigreind] sem eru sögð bara vera að hluta til [gervigreind]. Ég hef prufað að skrifa sjálfur texta og látið gervigreind setja texta og fengið að bæði sé [gervigreind].“ Mikið af slíkum tólum eigi það til að skila fölskum jákvæðum niðurstöðum. Telur Loftur þetta leiða til þess að kennarar muni í auknum mæli notast við munnleg verkefni í stað skriflegra. Hægt að leika sér með tólin Loftur byrjaði að sjá fleiri tækifæri í notkun spjallmenna þegar nemandi sýndi honum hvernig hann notaði yfirlestrartólið Grammarly til að leiðrétta texta sem hann skrifaði á ensku. Tólið, sem nýtir meðal annars gervigreind, leiðréttir ekki einungis stafsetningu heldur einnig orðalag og birtir skýringar með tillögunum. „Í ferlinu var þessi nemandi að bæta sig bæði í hagnýtingu tækninnar sem og í tungumálinu sem hann var að læra.“ Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur frá stofnun lagt áherslu á að nýta sér tækni í skólastarfinu.Mynd/Snæfellsbær Í kjölfarið fékk Loftur þá hugmynd að láta enskunemendur semja smásögu og hvetja þá svo til að nota ChatGPT bæði við yfirlestur og til að útbúa viðbótarútgáfur af sögunum í ritstíl sögufrægra höfunda á borð við William Shakespeare og Edgar Allan Poe. Þá hafi hann sett fyrir ljóðaverkefni þar sem nemendur voru beðnir um að nota mismunandi rímskipun. Þá kom í ljós að gervigreindartólið hunsaði oft fyrirmælin og skilaði bara ljóðum með einni tiltekinni rímskipun. Loftur segir þetta eina af mörgum leiðum til að sýna að tólin séu langt frá því að vera fullkomin og skila alltaf réttum niðurstöðum. Einnig er það vel þekkt að sjaldan er hægt að treysta þeim til að fara rétt með staðreyndir. ChatGPT stundum tepra Loftur tekur fram að það sé misjafnt milli námsgreina hversu vel er hægt að nýta spjallmenni í kennslunni. Þau hafi fram að þessu nýst vel í ensku og hugbúnaðarforritun en það séu meiri áskoranir í íslenskukennslu og staðreyndaáföngum á borð við sögu. Í haust hyggst hann láta enskunemendur sína greina „ljóðin og vísurnar sem nútímaljóðskáldin Kendrick Lamar og Drake sendu á milli sín í maí og júní.“ Vísar hann þar til níðvísna og söngva sem komu frá þessum tveimur af frægustu röppurum heims en þeir hafa eldað grátt silfur í rapperjum sínum. „Þá er eitt svo yndislegt við gervigreindina að hún er dálítið ritskoðuð. Þar geta nemendur gert alls kyns til að fá aðstoð við að greina textana og skoða orðaforðann og þess háttar en ef þau ætla að biðja um bein svör við spurningunum og vangaveltunum sem ég er að biðja þau um að skoða, þá svarar gervigreindin: „Ég má ekki tala um þessa hluti.“ Bjó til eigin aðstoðarkennara Loftur segist finna fyrir því í auknum mæli að kennarar sjái gervigreindartól sem tækifæri til að efla nemendur í gagnrýnni hugsun, upplýsingalæsi og þegar kemur almennt að því að leysa vandamál. „Því mikill hluti af námi er ekki endilega staðreyndirnar sem maður lærir, heldur leiðirnar sem maður lærir til að takast á við og leysa vandamál. Þar held ég að það sé margt að gera í gervigreindinni.“ „Ég held að þetta sé komið til að vera. Það er ekkert hægt að nota þetta ekki og ég sé alveg mikið af möguleikum,“ bætir Loftur við. Hann hafi til að mynda notað ChatGPT Plus til að gera sérútbúin spjallmenni sem hjálpi honum að leggja mat á það hvort kennsluáætlanir séu í samræmi við kröfur sem settar eru fram í aðalnámskrá og áfangalýsingum. „Ég spyr passar áætlunin mín örugglega að öllu því sem ég á að vera að gera? Þá fæ ég endurgjöf, get lagað og bætt ef þarf og ég er farinn að gera þetta með sum af verkefnunum mínum,“ segir Loftur og lýsir þessu sem hálfgerðum aðstoðarkennara. Traust í skólastofunni lykilatriði „Ég held að það sé ekkert að óttast í þessu og sé ekki fyrir mér að þetta sé að fara að eyðileggja menntakerfið eða eitthvað slíkt. Fólk öskraði örugglega það nákvæmlega sama þegar fyrsta orðabókin kom út og þegar vasareiknirinn kom.“ Þá rifjar Loftur upp að það hafi tekið tíma fyrir skólakerfið að bregðast við tilkomu internetsins og Wikipedia. „Maður þarf bara að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki fullkomið en ef maður er með gagnrýna hugsun og tiltölulega röggsamur þá held ég að þetta sé bara mjög gott verkfæri sem getur gefið okkur gott veganesti í framtíðina.“ Mikilvægt sé að bæði kennarar og nemendur hafi traust og gagnsæi að leiðarljósi þegar kemur að notkun þeirra í kennslustofunni. „Um leið og maður sagði við nemendurna að þetta væri í lagi en vildi að þau myndu vitna í heimildirnar sínar, deila „heyrðu ég notaði gervigreind í þessa málsgrein“ eða eitthvað álíka, þá varð léttara andrúmsloft í áfanganum,“ segir Loftur Árni Björgvinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Skóla- og menntamál Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. 30. apríl 2023 07:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Borið hefur á áhyggjum af útbreiðslu slíkra spjallmenna sem hægt er að nýta til að gera skólaverkefni og heilu ritgerðirnar sér að kostnaðarlausu. Afraksturinn getur þó verið ansi misjafn og eitthvað um að kennarar hafi gripið nemendur glóðvolga. „Maður heyrir þessa umræðu á báða bóga og aðeins meira kannski í áttina að því banna þetta eða fjarlægjast þetta sem er alveg skiljanlegt,“ segir Loftur Árni Björgvinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hann líkir þessari breytingu við tilkomu reiknivélarinnar eða tölvunnar á sínum tíma. Mikið nám felist í því að hagnýta þessa nýju tækni og hann sjái ekki ástæðu til að óttast hana eða forðast notkun hennar. „Ég sé persónulega ekkert nema tækifæri held ég og takmarkið mitt núna í vetur er að láta nemendur nota gervigreindina í flestum áföngum hjá mér,“ segir Loftur en hann kennir ensku, nýsköpun, heimspeki og forritun við Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði. Bannaði notkun í fyrstu „Fyrst um sinn þá auðvitað leit maður á þetta einhvern veginn sem eitthvað nýjabrum og var dálítið að banna nemendum að nota þetta. Ef maður þekkir nemendur sína þá sér maður ef verið er að nota óvenjulegt tungutak og orð sem þau hafa aldrei séð áður. Svo er gervigreindin líka með mjög sérstakan talsmáta.“ Síðar hafi Loftur ákveðið að leyfa notkunina en beðið nemendur um greina frá henni með því að vísa í gervigreindarspjalltól líkt og hverja aðra heimild. Þá bað hann nemendur um að sýna hvernig þeir komust að þessari tilteknu niðurstöðu með því að deila samtalinu sem þeir áttu við spjallmennið. Unglingur hljómaði eins og prófessor frá fimmta áratugnum Loftur segir aðra kennara hafa tekið eftir því að nemendur fari stundum ógætilega þegar kemur að notkun gervigreindarinnar. „Nemendur sem voru til dæmis að skrifa texta á íslensku lásu hann ekki einu sinni yfir til að átta sig á því að gervigreindin skrifar íslensku eins og einhvers konar háskólaprófessor frá fimmta áratugnum en ekki eins og nútímaunglingur.“ Íslenskukennari hafi því beðið slíka nemendur um að fara yfir textann sinn og spurt hvort þeir skilji og meðtaki virkilega það sem skilað var inn. Loftur segir að kennarar við skólann hafi í kjölfarið lagt áherslu á að nemendur sem nýti tæknina sjái það sem hluta af lærdómsferli sínu að sannreyna, lagfæra og staðfæra upplýsingarnar. Varasamt að reyna að fletta ofan af notkun gervigreindar Gervigreindarbyltingunni var fljótlega svarað með þróun annars konar tóla sem er ætlað að merkja það ef gervigreind hefur verið notuð til að skrifa eða eiga við texta. Loftur bendir á að þessi tól virki almennt illa og geti ranglega tilkynnt frumsaminn texta heiðarlegra nemenda. Notkun gervigreindartóla jókst hratt meðal nemenda.vísir/vilhelm Hann hefur prófað sig áfram með Turnitin sem er meðal annars notað í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og háskólum. „Ég hef fengið verkefni þar inn sem eru sögð svo og svo mikið [unnin með gervigreind] sem ég horfði á nemendur gera. Ég hef líka fengið verkefni [gerð með gervigreind] sem eru sögð bara vera að hluta til [gervigreind]. Ég hef prufað að skrifa sjálfur texta og látið gervigreind setja texta og fengið að bæði sé [gervigreind].“ Mikið af slíkum tólum eigi það til að skila fölskum jákvæðum niðurstöðum. Telur Loftur þetta leiða til þess að kennarar muni í auknum mæli notast við munnleg verkefni í stað skriflegra. Hægt að leika sér með tólin Loftur byrjaði að sjá fleiri tækifæri í notkun spjallmenna þegar nemandi sýndi honum hvernig hann notaði yfirlestrartólið Grammarly til að leiðrétta texta sem hann skrifaði á ensku. Tólið, sem nýtir meðal annars gervigreind, leiðréttir ekki einungis stafsetningu heldur einnig orðalag og birtir skýringar með tillögunum. „Í ferlinu var þessi nemandi að bæta sig bæði í hagnýtingu tækninnar sem og í tungumálinu sem hann var að læra.“ Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur frá stofnun lagt áherslu á að nýta sér tækni í skólastarfinu.Mynd/Snæfellsbær Í kjölfarið fékk Loftur þá hugmynd að láta enskunemendur semja smásögu og hvetja þá svo til að nota ChatGPT bæði við yfirlestur og til að útbúa viðbótarútgáfur af sögunum í ritstíl sögufrægra höfunda á borð við William Shakespeare og Edgar Allan Poe. Þá hafi hann sett fyrir ljóðaverkefni þar sem nemendur voru beðnir um að nota mismunandi rímskipun. Þá kom í ljós að gervigreindartólið hunsaði oft fyrirmælin og skilaði bara ljóðum með einni tiltekinni rímskipun. Loftur segir þetta eina af mörgum leiðum til að sýna að tólin séu langt frá því að vera fullkomin og skila alltaf réttum niðurstöðum. Einnig er það vel þekkt að sjaldan er hægt að treysta þeim til að fara rétt með staðreyndir. ChatGPT stundum tepra Loftur tekur fram að það sé misjafnt milli námsgreina hversu vel er hægt að nýta spjallmenni í kennslunni. Þau hafi fram að þessu nýst vel í ensku og hugbúnaðarforritun en það séu meiri áskoranir í íslenskukennslu og staðreyndaáföngum á borð við sögu. Í haust hyggst hann láta enskunemendur sína greina „ljóðin og vísurnar sem nútímaljóðskáldin Kendrick Lamar og Drake sendu á milli sín í maí og júní.“ Vísar hann þar til níðvísna og söngva sem komu frá þessum tveimur af frægustu röppurum heims en þeir hafa eldað grátt silfur í rapperjum sínum. „Þá er eitt svo yndislegt við gervigreindina að hún er dálítið ritskoðuð. Þar geta nemendur gert alls kyns til að fá aðstoð við að greina textana og skoða orðaforðann og þess háttar en ef þau ætla að biðja um bein svör við spurningunum og vangaveltunum sem ég er að biðja þau um að skoða, þá svarar gervigreindin: „Ég má ekki tala um þessa hluti.“ Bjó til eigin aðstoðarkennara Loftur segist finna fyrir því í auknum mæli að kennarar sjái gervigreindartól sem tækifæri til að efla nemendur í gagnrýnni hugsun, upplýsingalæsi og þegar kemur almennt að því að leysa vandamál. „Því mikill hluti af námi er ekki endilega staðreyndirnar sem maður lærir, heldur leiðirnar sem maður lærir til að takast á við og leysa vandamál. Þar held ég að það sé margt að gera í gervigreindinni.“ „Ég held að þetta sé komið til að vera. Það er ekkert hægt að nota þetta ekki og ég sé alveg mikið af möguleikum,“ bætir Loftur við. Hann hafi til að mynda notað ChatGPT Plus til að gera sérútbúin spjallmenni sem hjálpi honum að leggja mat á það hvort kennsluáætlanir séu í samræmi við kröfur sem settar eru fram í aðalnámskrá og áfangalýsingum. „Ég spyr passar áætlunin mín örugglega að öllu því sem ég á að vera að gera? Þá fæ ég endurgjöf, get lagað og bætt ef þarf og ég er farinn að gera þetta með sum af verkefnunum mínum,“ segir Loftur og lýsir þessu sem hálfgerðum aðstoðarkennara. Traust í skólastofunni lykilatriði „Ég held að það sé ekkert að óttast í þessu og sé ekki fyrir mér að þetta sé að fara að eyðileggja menntakerfið eða eitthvað slíkt. Fólk öskraði örugglega það nákvæmlega sama þegar fyrsta orðabókin kom út og þegar vasareiknirinn kom.“ Þá rifjar Loftur upp að það hafi tekið tíma fyrir skólakerfið að bregðast við tilkomu internetsins og Wikipedia. „Maður þarf bara að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki fullkomið en ef maður er með gagnrýna hugsun og tiltölulega röggsamur þá held ég að þetta sé bara mjög gott verkfæri sem getur gefið okkur gott veganesti í framtíðina.“ Mikilvægt sé að bæði kennarar og nemendur hafi traust og gagnsæi að leiðarljósi þegar kemur að notkun þeirra í kennslustofunni. „Um leið og maður sagði við nemendurna að þetta væri í lagi en vildi að þau myndu vitna í heimildirnar sínar, deila „heyrðu ég notaði gervigreind í þessa málsgrein“ eða eitthvað álíka, þá varð léttara andrúmsloft í áfanganum,“ segir Loftur Árni Björgvinsson, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Skóla- og menntamál Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. 30. apríl 2023 07:01 Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. 30. apríl 2023 07:01
Gervigreindin næsta stóra byltingin og nú talar hún íslensku Besta og stærsta gervigreind sem opin er almenningi kann nú íslensku. Stofnandi Miðeindar segir gervigreindina næstu stóru byltinguna í okkar samfélagi. Rithöfundur og fyrirlesari segir hina íslenskumælandi gervigreind einungis geta hafa orðið til vegna aukinnar „nándar“ tækninnar og mannsins með notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Á þessari nánd byggi hún sína þekkingu. 15. mars 2023 19:59
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34