Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingmaður Flokks Fólksins Vísir/Vilhelm „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur. Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur.
Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira