Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 09:22 Frá æfingum lögreglumanna með rafbyssur. Vísir/Arnar Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra. Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra.
Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira