Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 09:22 Frá æfingum lögreglumanna með rafbyssur. Vísir/Arnar Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra. Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra.
Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira