Snerting tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2024 11:27 Úr annarri kitlunni fyrir Snertingu. Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndin er ein af sex sem tilnefndar eru en tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hafa hlotið tilnefningar til verðlaunanna. Allar hafa þær vakið talsverða athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið ár. Á bakvið kvikmyndirnar sex eru þónokkrir vel þekktir leikstjórar og framleiðendur sem eru í fararbroddi í norrænum og alþjóðlegum kvikmyndaheimi. Tilnefningarnar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 eru: Danmörk: The Son and the Moon – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures Finnland: Fallen Leaves – Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film Ísland: Touch – Leikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys Svíþjóð: Crossing – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film Myndirnar sex, sem fulltrúar Norðurlandanna (Danmerkur, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar), verða sýndar næstkomandi fimmtudagskvöld á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, í sérstakri kynningu á norrænni kvikmyndagerð. Norrænu kvikmyndaverðlaunin, sem fyrst voru veitt Aki Kaurismäki 2002 fyrir meistaraverk hans ,,The Man Without a Past", hafa síðan þá verðlaunað framúrskarandi myndir eins og ,,You, the Living" (2008), ,,Antichrist" (2009), ,,Beyond" (2011), ,,Fúsi (Virgin Mountain)" (2015), ,,Louder Than Bombs" (2016), ,,Flee" (2021), ,,Dýrið (Lamb)" (2022), og nú síðast ,,Empire" (2023). Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannsonar, Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru einhver virtustu verðlaun Norðurlandanna, sem fagna einstakri sýn kvikmyndagerðarfólks sem á rætur að rekja til norrænnar menningar. Verðlaunin eru veitt kvikmynd í fullri lengd, framleiddri á Norðurlöndunum sem sýnd er í kvikmyndahúsum. Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, DKK 300,000 (EUR 41,000), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Þetta endurspeglar nauðsynlegt samstarf að baki kvikmyndagerðar. Dómnefndir hvers lands fyrir sig hafa tilnefnt eina mynd frá sínu landi. Til að hafa þátttökurétt þurfa myndir að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. júlí 2023 til 30. júní 2024, auk þess að uppfylla sérstök skilyrði Ráðsins. Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2024 þann 22. október næstkomandi í útsendingu á RÚV sem einnig verður sýnd á norðurlöndunum. Verðlaunagripurinn verður í kjölfarið afhentur á sérstakri verðlaunaathöfn á þingi Norðurlandaráðs í lok október, nánar tiltekið í síðustu viku október. Tilgangur verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarstarfi og samstarfi í umhverfismálum og veita viðurkenningu fyrir afburðaárangur á þessum sviðum. Jafnframt er þeim ætlað að auka sýnileika norrænnar samvinnu á alþjóðavísu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fjórar leiknar myndir og tvær heimildarmyndir í fullri lengd hafa hlotið tilnefningar til verðlaunanna. Allar hafa þær vakið talsverða athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið ár. Á bakvið kvikmyndirnar sex eru þónokkrir vel þekktir leikstjórar og framleiðendur sem eru í fararbroddi í norrænum og alþjóðlegum kvikmyndaheimi. Tilnefningarnar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 eru: Danmörk: The Son and the Moon – Leikstýrt af Roja Pakari og Emilie Adelina Monies, handritshöfundar Roja Pakari og Denniz Göl Bertelsen, framleiðandi Sara Stockmann fyrir Sonntag Pictures Finnland: Fallen Leaves – Leikstjóri og handritshöfundur Aki Kaurismäki, framleiðendur Aki Kaurismäki, Misha Jaari og Mark Lwoff fyrir Sputnik Oy og Bufo Grænland: Twice Colonized – Leikstýrt af Lin Alluna, handritshöfundar Aaju Peter og Lin Alluna, framleiðandi Emile Hertling Péronard fyrir Ánorâk Film Ísland: Touch – Leikstýrt af Baltasar Kormáki, handritshöfundar Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur, framleiðendur Agnes Johansen og Baltasar Kormákur fyrir RVK Studios Noregur: Sex – Leikstjóri og handritshöfundur Dag Johan Haugerud, framleiðendur Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum fyrir Motlys Svíþjóð: Crossing – Leikstjóri og handritshöfundur Levan Akin, framleiðandi Mathilde Dedye fyrir French Quarter Film Myndirnar sex, sem fulltrúar Norðurlandanna (Danmerkur, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar), verða sýndar næstkomandi fimmtudagskvöld á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, í sérstakri kynningu á norrænni kvikmyndagerð. Norrænu kvikmyndaverðlaunin, sem fyrst voru veitt Aki Kaurismäki 2002 fyrir meistaraverk hans ,,The Man Without a Past", hafa síðan þá verðlaunað framúrskarandi myndir eins og ,,You, the Living" (2008), ,,Antichrist" (2009), ,,Beyond" (2011), ,,Fúsi (Virgin Mountain)" (2015), ,,Louder Than Bombs" (2016), ,,Flee" (2021), ,,Dýrið (Lamb)" (2022), og nú síðast ,,Empire" (2023). Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannsonar, Hross í Oss og Kona fer í Stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru einhver virtustu verðlaun Norðurlandanna, sem fagna einstakri sýn kvikmyndagerðarfólks sem á rætur að rekja til norrænnar menningar. Verðlaunin eru veitt kvikmynd í fullri lengd, framleiddri á Norðurlöndunum sem sýnd er í kvikmyndahúsum. Viðurkenningin og verðlaunafjárhæðin, DKK 300,000 (EUR 41,000), deilist jafnt á milli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Þetta endurspeglar nauðsynlegt samstarf að baki kvikmyndagerðar. Dómnefndir hvers lands fyrir sig hafa tilnefnt eina mynd frá sínu landi. Til að hafa þátttökurétt þurfa myndir að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. júlí 2023 til 30. júní 2024, auk þess að uppfylla sérstök skilyrði Ráðsins. Tilkynnt verður um handhafa verðlaunanna 2024 þann 22. október næstkomandi í útsendingu á RÚV sem einnig verður sýnd á norðurlöndunum. Verðlaunagripurinn verður í kjölfarið afhentur á sérstakri verðlaunaathöfn á þingi Norðurlandaráðs í lok október, nánar tiltekið í síðustu viku október. Tilgangur verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarstarfi og samstarfi í umhverfismálum og veita viðurkenningu fyrir afburðaárangur á þessum sviðum. Jafnframt er þeim ætlað að auka sýnileika norrænnar samvinnu á alþjóðavísu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira