Mæld verðbólga meiri ef Hagstofan hefði ekki skipt um kúrs Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2024 13:15 Hagstofa Íslands fékk betri yfirsýn yfir verð á leigumarkaði eftir að öllum var gert að skrá nýja leigusamninga í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hagstofan tók svo upp nýja mælingaraðferð sem byggði á þessum upplýsingum. Vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú minni eftir að Hagstofan breytti því hvernig hún mælir húsnæðiskostnað, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlímánuði en hefði líklega verið nær sjö prósentum með gömlu aðferðinni. Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn. Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta er hann nú áætlaður út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. Verðbólga mælst 6,1 prósent en ekki 5,8 Fyrst var notast við nýju aðferðina í júní þegar mæld verðbólga minnkaði úr 6,2% í 5,8%. Á sama tíma hækkaði húsnæðisliður mælingarinnar um 0,8% milli mánaða en vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, sem Hagstofan studdist við áður, um 1,44%. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Miðað við útreikninga bankans hefðu um 0,5 prósentustig bæst við hækkun vísitölu markaðsverðs íbúðarhúsnæðis í gömlu aðferðinni, vegna þátta á borð við vexti og afskriftir. Samanlagt hefði reiknuð leiga því mögulega hækkað um 1,94% með gömlu aðferðinni, en ekki 0,8% eins og raunin varð með þeirri nýju. Verðbólga í júní hefði miðað við það mælst 6,1% en ekki 5,8%. Í júlí hækkaði mæld verðbólga úr 5,8% í 6,3% en liðurinn reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,46% á milli mánaða með nýju aðferðinni. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans hækkaði vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis á sama tíma um 2,05% og með vaxtalið hefði reiknuð húsaleiga hækkað um 2,55% með gömlu aðferðinni. Verðbólga hefði þannig hækkað úr 6,1% í 6,9% í júlí, í stað þess að mælast 6,3%. Mæld verðbólga geti lækkað þegar olíu- og bensíngjöld verða felld niður „Reiknaða húsaleigu má túlka sem leiguverðið sem húsnæðiseigandi myndi borga fyrir íbúðina sína,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gamla aðferð Hagstofunnar hafi byggt á markaðsverði íbúðarhúsnæðis sem var fengið út frá nýþinglýstum kaupsamningum, ásamt vaxtakostnaði, afskriftum og fleira. Fram kemur í Hagsjánni að með aðgengi að betri gögnum geti Hagstofan nú í staðinn mælt markaðsverð leiguhúsnæðis og borið saman við sambærilegar eignaríbúðir. Hagstofan er sögð telja nýju aðferðina ná betur yfir það sem hún eigi að mæla og að mælingin komi almennt til með að sveiflast minna á milli mánaða. Hagfræðideild Landsbankans áréttar að aðeins tvær verðbólgumælingar hafi birst með þessari nýju aðferð og því erfitt að segja til um hver langtímaþróunin verði. Telur deildin líkt og Hagstofan líklegt að mælingar verði stöðugri yfir tíma. Stjórnvöld hyggjast taka upp kílómetragjald fyrir öll ökutæki um næstu áramót og í staðinn fella niður olíu- og bensíngjöld. Talið er að sú breyting komi til með að lækka verð á bensíni og dísilolíu og jafnframt hafa áhrif á verðbólgumælingar ef nýja gjaldið verður ekki tekið inn í verðmælingar í staðinn.
Verðlag Landsbankinn Tengdar fréttir Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. 26. mars 2024 12:15