Skaftárhlaup líklega að hefjast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:16 Skaftá í Skaftárhlaupi 2022. Ragnar Axelsson Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira