Innlent

Komu í veg fyrir stór­tjón þegar eldur kviknaði á Siglu­firði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Slökkvilið Fjallabyggðar að verki á Siglufirði í dag.
Slökkvilið Fjallabyggðar að verki á Siglufirði í dag. Slökkvilið Fjallabyggðar

Slökkvilið Fjallabyggðar kom í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði. Slökkvilið hélt þegar á vettvang þegar útkall barst.

Í tilkynningu frá slökkviliði Fjallabyggðar kemur fram að snarræði starfsmanna fyrirtækisins sem rekið er í byggingunni og slökkviliðs hafi verið hægt að koma í veg fyrir að mikið tjón hlytist af eldinum.

Slökkvistarf tók um rúma klukkustund en öryggisvakt var sett á húsið nokkru lengur að sögn slökkviliðsins.

Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að rannsókn brunans sé á forræði lögreglunnar á Norðurlandi eystra og verið er að reyna að varpa ljósi á upptök eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×