Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt síðustu daga og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.
Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals, svo sem jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.