Innlent

Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 

Hann segir meðal annars að þennslan sé enn of mikil og að áhrifa tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði.

Þá fjöllum við um heitavatnið en viðamikil aðgerð á stofnæð á höfuðborgarsvæðinu er sögð hafa gengið vel og er hitinn nú farinn að streyma um kerfið að nýju. 

Að auki fjöllum við áfram um ferðamannastaði landsins og aðstöðuna, eða aðstöðuleysið þar.

Í íþróttunum verður fjallað um deilur á milli KR og HK í sambandi við leik sem var frestað á dögunum en enn er ekki útséð um leikslok þar.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 21. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×