Erlent

Elsta manneskja heims látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maria Branyas Morera var 117 ára og 168 daga þegar hún lést.
Maria Branyas Morera var 117 ára og 168 daga þegar hún lést. Residencia Santa Maria del Tura de Olot

Maria Branyas Morera, áður elsta manneskja í heimi, er látin. Hún varð 117 ára og 168 daga gömul. Hún lést í svefni í gær að sögn fjölskyldu hennar. 

Branyas hafði búið á hjúkrunarheimilinu Santa Maria del Tura í bænum Olot í norðausturhluta Spánar síðastliðin tuttugu ár. Hún hafði tilkynnt fjölskyldu sinni skömmu áður að henni liði ekki vel og að það styttist í að hún myndi láta lífið. 

Þegar hún varð elsta kona í heimi í janúar árið 2023 sagði hún í viðtali að hún teldi lykilinn að langlífi hennar vera hversu skipulögð hún var, róleg, héldi góðu sambandi við vini, fjölskyldu og náttúru. Hún sæi ekki eftir neinu, væri ávallt jákvæð og reyndi að forðast neikvætt fólk.

Branyas fæddist í San Francisco í Bandaríkjunum árið 1907, skömmu eftir að fjölskylda hennar flutti frá Mexíkó. Fjölskyldan flutti svo til Spánar árið 1915 þegar hún var átta ára gömul og fyrri heimsstyrjöldin í fullum gangi. 

Hún gekk í hjónaband árið 1931 en maðurinn hennar lést fjörutíu árum síðar, þá 72 ára að aldri. Branyas var því ekkja í heil 52 ár.

Hin japanska Tomiko Itooka er nú elsta manneskja heimsins, 116 ára og níutíu daga gömul. 


Tengdar fréttir

Elsta manneskja heims er látin

Systir Andre, frönsk nunna sem tók á síðasta ári við titlinum „elsta manneskja heims“, er látin. Hún var 118 ára gömul og hefði orðið 119 í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×