Félagsheimilið lagt í rúst um hábjartan dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Skemmdarverkin á félagsheimilinu eru umtalsverð. Ólafur Þór Ólafsson Döpur sjón blasti við Reynismönnum á sunnudagskvöldið þegar þeir komu að félagsheimilinu sínu við fótboltavöllinn en það hafði verið lagt í rúst. Einhver hafði þá brotist þar inn á milli klukkan 14 og 17 á sunnudaginn og gengið berserksgang. Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“ Suðurnesjabær Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Fleiri fréttir Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“
Suðurnesjabær Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Fleiri fréttir Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Sjá meira