Það er alltaf von: Samtökin ‘78 styðja Píeta Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:31 Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurmaraþon Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum öll svo dýrmæt og hvert eitt og einasta okkar skiptir máli, þó að stundum kunni okkur að líða eins og svo sé ekki. Þetta einstaka dýrmæti hvers okkar þýðir að hvert sjálfsvíg heggur stórt skarð í líf þeirra sem eftir standa og áhrifin ná langt út fyrir innsta hring hvers einstaklings. Fjöldamargar rannsóknir sýna að hinsegin fólk er í aukinni áhættu á sjálfsskaða og sjálfsvígum. Fólkið sem leitar í ráðgjöf Samtakanna ‘78 á því margt að baki sögur um sjálfsskaða eða sjálfsvígstilraunir. Þess vegna er það okkur, eins og öllum öðrum í samfélaginu, afskaplega mikilvægt að til staðar sé þjónusta sem grípur fólk með sjálfsvígshugsanir áður en það er orðið of seint og styður aðstandendur þeirra sem því miður láta lífið vegna sjálfsvíga. Píeta samtökin voru stofnuð árið 2016 í nákvæmlega þessum tilgangi. Þau hafa á örfáum árum umbylt aðgengi að aðstoð fyrir fólk sem er í yfirvofandi sjálfsvígshættu. Samhliða hafa þau komið á fót víðtækum stuðningi við aðstandendur. Samtökin ‘78 hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta vísað fólki sem er í bráðavanda á þau frábæru úrræði sem Píeta samtökin bjóða upp á. Við vitum að það hefur bjargað lífum okkar fólks. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár hlaupa Samtökin ‘78 þess vegna fyrir Píeta samtökin. Starf Píeta er nefnilega í þágu okkar allra, sama hver við erum - og þar er hinsegin fólk alltaf velkomið. Við viljum sýna stuðning okkar við þeirra öfluga starf í verki og hvetjum því allt fólk sem þetta les til þess að heita á hlaupara Samtakanna ‘78 í vikunni. Við skiptum öll máli. Það er alltaf von. Styrkjum Píeta-samtökin. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar