Erlendur sjóður fjárfesti í Alvotech fyrir meira en tvo milljarða
![Fjárfesting Redwheel í Alvotech er sú stærsta sem erlendur sjóður hefur staðið að í félaginu í Kauphöllinni hér heima frá skráningu ef innkoma vísitölusjóða Vanguard er undanskilin.](https://www.visir.is/i/450CA2BFFCFC73E94575CA4FD06F82836FFAF1F2DAC7C13726AB9AD79320532F_713x0.jpg)
Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/AFEFE19886AEA337ED0C4815525B68CFBF725247F32F6521101AE5D27D363E57_308x200.jpg)
Alvotech freistar þess að fá inn erlenda fjárfesta með sölusamningi við Jefferies
Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til.
![](https://www.visir.is/i/2B572015ED065BE72F8C13CCFF1F940332B3D8446EE083A3A7329AD348737211_308x200.jpg)
Alvotech í mótvindi þegar eftirspurn innlendra fjárfesta mettaðist
Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið.