Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:02 Linda Ásgeirsdóttir er félagi í foreldrafélagi Réttarholtsskóla sem sendi Reitum í vikunni áskorun um að leigja ekki nikótínversluninni Svens húsnæði í Grímsbæ. Hún hvetur til þjóðarátaks gegn útbreiðslu nikótíns. Vísir/Einar Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda. Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira
Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda.
Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sjá meira