Fótbolti

Fé­lagar Elíasar með þrjú stangarskot en jöfnuðu undir lokin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson var á sínum stað í marki Midtjylland í kvöld.
Elías Rafn Ólafsson var á sínum stað í marki Midtjylland í kvöld. getty/Christian Hofer

Danmerkurmeistarar Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli við Slovan Bratislava í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá Midtjylland. Hann hélt marki sínu hreinu í fyrri hálfleik en á 59. mínútu kom Cesar Blackman Slovan Bratislava yfir.

Dönsku meistararnir gáfust ekki upp og á 79. mínútu jafnaði Edward Chilufya, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Þar við sat en mark Chilufyas gerir stöðu Midtjylland fyrir seinni leikinn í Slóvakíu eftir viku viðráðanlegri.

Leikmenn Midtjylland voru mun hættulegri aðilinn í leiknum í kvöld og áttu meðal annars þrjú stangarskot áður en Chilufya jafnaði.

Elías lék sem lánsmaður með Mafra í Portúgal á síðasta tímabili en hefur verið aðalmarkvörður Midtjylland það sem af er þessa tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×