Innlent

Á­fram stöðugur vöxtur í Skaft­á

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skaftá í Skaftárhlaupi 2022.
Skaftá í Skaftárhlaupi 2022. Ragnar Axelsson

Skaftárhlaup er áfram í hægum vexti og hefur enn engin áhrif á vegi á svæðinu. Ekki liggur fyrir hvort hlaupið komi úr eystri eða vestri Skaftárkatli og búist er við því að það komi ekki í ljós fyrr en á morgun.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búist sé við því að vöxtur hlaupsins verði stöðugur fram á morgundaginn hið minnsta. Þrjú ár eru síðan síðast hljóp úr Vestari-Skaftárkatli og sum fyrri hlaup úr þeim katli hafa ekki náð miklu hámarksrennsli en varið lengi, í allt að eina til tvær vikur.

Talið er því líklegt að þetta hlaup eigi upptök sín þar en það hefur ekki verið staðfest.

Sigríður segir að Veðurstofan muni fylgjast grannt með vexti hlaupsins í nótt og frekari upplýsingar munu liggja fyrir á morgun.

Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir vegna hlaupsins í morgun og er það enn í gildi. Ferðafólki er ráplagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skatfárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.


Tengdar fréttir

Lýsa yfir ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×